Sláturtíð 2019

Panta þarf tímanlega fyrir slátrun á sauðfé. Þeir sem hafa hug á að slátra á einhverjum ákveðnum dögum í haust verða að vera búnir að panta fyrir 15. ágúst. Eftir það verður byrjað að fylla á daganna.

Áætlað er að hefðbundin sláturtíð hefjist miðvikudaginn 4. sept. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um sumarslátrun.

Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga.

  • Ekki er tekið við rúnu sauðfé í slátrun og ekki heldur fé í tveimur ullarreyfum. Ef slíkt fé slæðist með verður skrokkurinn verðfelldur um 850 kr.
  • Afhending og flutningur á heimtökukjöti –  Innleggjandi verður að taka fram hvort heimtökukjöt verði sótt eða hann vilji fá það sent. Heimtökukjöt sem er sent er alfarið á kostnað innleggjanda.
  • Örmerki – Kjötafurðastöðin minnir bændur á að skrá á fylgibréf ef um örmerki er að ræða. Afurðastöðin tekur örmerkin úr, sem síðar eru sótthreinsuð og send til bónda. Afurðastöðin tekur ekki ábyrgð á þeim merkjum sem skemmast eða glatast í vinnslu en afurðastöðin gerir sitt best að sjá til þess að bóndi heimti flest sín merki til baka.
  • Virðisaukaskatts- og búsnúmer – Innleggjandi verður að hafa í huga að hann ber ábyrgð á því að gefa upp réttar upplýsingar um virðisaukaskatts- og búsnúmer til afurðastöðvarinnar. Nýr innleggjandi þarf að upplýsa hvaða búsnúmer hann er með og hvort hann er með vsk. númer eða ekki, fyrir fyrsta innlegg. Ef breyting verður hjá innleggjanda, hann flytur búsnúmer, lætur loka vsk. númeri nú eða stofnar nýtt númer ber honum að koma þeim upplýsingum til afurðarstöðvarinnar eins fljótt og kostur er eða fyrir næsta innlegg.

 

Innleggjendur eru hvattir til að fylgjast með hérna á heimasíðunni og kynna sér s.s. hvað hafa ber í huga fyrir flutning, nýjir innleggjendur, heimtökureglur o.fl. og jafnframt fara yfir afurðainnlegg sem næst sláturdegi.

Viðbótargreiðsla á lambakjötsinnlegg

Ágæti sauðfjárbóndi!

 

Nú er birgðatalningum lokið og verið að vinna að ársuppgjöri afurðastöðvanna. Eins og áður hafði verið sagt, þá yrði það skoðað hvort hægt væri að greiða viðbótargreiðslu á innlegg síðasta hausts að ári loknu.

Sláturtíðin gekk í raun ágætlega og sala á afurðum hefur gengið nokkuð vel. Það liggur nú fyrir, að veiking íslensku krónunnar reyndist meiri heldur en við þorðum að byggja áætlun okkar á í haust og hefur það komið okkur til tekna. Því hefur verið tekin ákvörðun hjá Sláturhúsi KVH og Kjötafurðarstöð KS um að greiða viðbótargreiðslu á lambakjötsinnlegg s.l. hausts.

6,04% verður greitt á innlegg í september og október og 10% á innlegg ágústmánaðar sem verður reikningsfært 20 janúar.

Heimtaka – afhending

Birt til upprifjunar

• Afhending – Taka þarf fram ef innleggjandi vill láta senda sér kjötið og hvert. Innleggjandi greiðir kostnað við sendingu. Ef senda á til þriðja aðila bætast 1000 kr án/vsk við hverja sendingu(þennan kostnað greiðir innleggjandi ekki viðtakandi). Afhending á heimtöku verður á 3 til 4 virkum degi frá slátrun milli kl. 10:00 – 12:00 og 13:00 – 14:30 norðast í sláturhúsinu.

Geymslugjald verður sett á þá heimtöku sem ekki er sótt á tilsettum tíma. Geymslugjald fyrir skrokk er kr. 2.947.- pr mánuð í geymslu.

lesa má meira um heimtökureglur/framkvæmd hér