Starfsmenn óskast

Sláturhús kvh ehf óskar eftir að ráða í eftirfarandi störf:

Aðstoðarframleiðslustjóra .

Starfið felur í sér framleiðslustýringu og verkstjórn.

Um heilsárs starf er að ræða.

Fjárrétt  sláturtíð Sep/okt 2024

Tilvalið fyrir bændur að skipta með sér dögum/vikum

Upplýsingar gefur Svenni í síma 895-1147

Kjötmat  sláturtíð, sep/okt 2024.

Starfið er opið öllum sem hafa lokið kjötmatsnámskeiði

En einnig verður haldið námskeið fyrir sláturtíð og geta því nýjir og áhugasamir sótt um.

Mötuneyti  sláturtíð sept/okt 2024

Um er að ræða aðstoðarfólk sem vinnur með matráði.

Allar helstu upplýsingar í síma 455-2330/455-2331

og á netfangið david@skvh.is

Starfsmaður óskast

Sláturhús KVH óskar eftir starfsmanni í kjötvinnslu fyrtækisins.

Helstu verkefni eru sögun, pökkun á framleiðsluvörum SKVH og önnur tilfallandi störf.

Vinnutími er frá kl.07.00-15.10

Upplýsingar eru í síma 455-2330

Álagsgreiðslur 2024

Öll verð eru á þurrvigt og án. vsk. Birt með fyrirvara um innsláttar og/eða ritvillur.

Verðskrá 2024 verður sett inn síðar en álagsgreiðslur, gjöld og skilmálar gilda fyrir 2024.

Greiðslufyrirkomulag

Innlegg 02.- 20. sept. verður greitt út  27. sept.

Innlegg 23. sept. – 04. okt. verður greitt út  11. okt.

Innlegg 07. – 18. okt. verður greitt út  25. okt.

Innlegg 21. – 31. okt. verður greitt út 08. nóv.

Sláturkostnaður

Á úrkast dilk 600 kr.stk.

Á úrkast fullorðið 1.200 kr.stk.

Verðfelling

x 6% verðfelling.

xx 12% verðfelling.

Rúið eða í tveimur reyfum kr. 850 á skrokk

Flutningur á heimtöku

Flutningur á heimtöku er innleggjanda að kostnaðarlausu á næsta móttökustað vöruflutninga (Vörumiðlun, Samskipa, Eimskipa).

Afgreiðsla beint úr afurðastöð þarf að vera á auglýstum afhendingartímum.

Heimtaka

Taka þarf fram á fylgibréfi sláturgrips, senda netpóst eða hringja inn eigi síðar en degi fyrir slátrun ef um heimtöku er að ræða. Ekki er hægt að breyta í heimtöku eftir slátrun.

Gæra, innmatur, haus og lappir fylgja ekki heimtöku.

Sláturkostnaður á heimtökudilka er kr. 5.000 á stk. Veittur er 500 kr. afsláttur til þeirra sem leggja inn meira en 100 dilka, á fyrstu 15 dilkana í heimtöku og fyrstu 7 dilkana til þeirra sem leggja inn færri en 100 dilka.  Afsláttur gerður upp að lokinni sláturtíð.

Fullorðið og veturgamalt 5.500 kr.stk.

7 parta sögun (læri heil, hækill hafður á, hryggur heill, frampartar heilir og slög heil) er innifalin í sláturkostnaði.

Fínsögun 60 kr.kg.

Reglur um heimtöku má finna undir upplýsingar hér á heimasíðunni.

——————————————-

Álagsgreiðslur vegna haust 2024:

Vika 36 37 38 39 40 41 til loka
Álag 22% 20% 14% 8% 2% 0%

Ekki verður greitt álag á fullorðið fé.

1. Júní nálgast ! Geymslu á heimtökukjöti lýkur

Ágætu sauðfjárbændur sem eigið hjá okkur heimtökukjöt í geymslu

eins og áður hefur komið fram þarf allt heimtökukjöt að vera farið af frysti hjá okkur eigi síðar en 1. júní 2024

Við viljum því biðja þá innleggjendur sem eiga kjöt hjá okkur að gera ráðstafanir.

Þeir sem óska eftir fínsögun á kjötinu sínu geta sent inn sögunarleiðbeiningar fyrir mánudag og kjötið er þá tilbúið til afhendingar á fimmtudegi í sömu viku.

endilega hafið samband við okkur í síma

455-2330 Rósa

eða á netfangið gerdur@skvh.is

Upplýsingar vegna sögun á heimtöku

Þeim innleggjendum sem eiga hjá okkur heimtökukjöt í geymslu býðst að fá fínsögun á kjöt sitt.

Við óskum eftir því að þeir sem ætla að nýta sér þessa þjónustu skili inn sögunarleiðbeiningum eigi síðar en á mánudegi og kjötið verður svo tilbúið til afhendingar á fimmtudegi sömu viku

sögunarleiðbeiningar mega berast á netfangið gerdur@skvh.is eða pantanir@skvh.is eða í

síma 455-2330

Afhendingartími á söguðu kjöti er frá

09:30-11:30

13:00-15:00