Sláturtíð 2019

Panta þarf tímanlega fyrir slátrun á sauðfé. Þeir sem hafa hug á að slátra á einhverjum ákveðnum dögum í haust verða að vera búnir að panta fyrir 15. ágúst. Eftir það verður byrjað að fylla á daganna.

Áætlað er að hefðbundin sláturtíð hefjist miðvikudaginn 4. sept. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um sumarslátrun.

Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga.

  • Ekki er tekið við rúnu sauðfé í slátrun og ekki heldur fé í tveimur ullarreyfum. Ef slíkt fé slæðist með verður skrokkurinn verðfelldur um 850 kr.
  • Afhending og flutningur á heimtökukjöti –  Innleggjandi verður að taka fram hvort heimtökukjöt verði sótt eða hann vilji fá það sent. Heimtökukjöt sem er sent er alfarið á kostnað innleggjanda.
  • Örmerki – Kjötafurðastöðin minnir bændur á að skrá á fylgibréf ef um örmerki er að ræða. Afurðastöðin tekur örmerkin úr, sem síðar eru sótthreinsuð og send til bónda. Afurðastöðin tekur ekki ábyrgð á þeim merkjum sem skemmast eða glatast í vinnslu en afurðastöðin gerir sitt best að sjá til þess að bóndi heimti flest sín merki til baka.
  • Virðisaukaskatts- og búsnúmer – Innleggjandi verður að hafa í huga að hann ber ábyrgð á því að gefa upp réttar upplýsingar um virðisaukaskatts- og búsnúmer til afurðastöðvarinnar. Nýr innleggjandi þarf að upplýsa hvaða búsnúmer hann er með og hvort hann er með vsk. númer eða ekki, fyrir fyrsta innlegg. Ef breyting verður hjá innleggjanda, hann flytur búsnúmer, lætur loka vsk. númeri nú eða stofnar nýtt númer ber honum að koma þeim upplýsingum til afurðarstöðvarinnar eins fljótt og kostur er eða fyrir næsta innlegg.

 

Innleggjendur eru hvattir til að fylgjast með hérna á heimasíðunni og kynna sér s.s. hvað hafa ber í huga fyrir flutning, nýjir innleggjendur, heimtökureglur o.fl. og jafnframt fara yfir afurðainnlegg sem næst sláturdegi.