afmælisbarn júní mánðarar :)

Góðan daginn kæra fólk

vegna tæknilegra örðuleika þá kemur afmæliskveðja júní mánaðar frekar seint. Að þessu sinni áttum við bara eitt afmælisbarn í júní.

Abdulwahab Abd Alhaji

Abdulwahab kom til Íslands fyrir rúmu ári síðan og er búin að vinna hjá okkur síðan síðasta haust. Abdulwahab er frábær starfskraftur sem gefur lífinu lit, það hefur verið skemmtilegt að fylgjast honum vaxa og dafna í starfi sem og í samfélaginu okkar. Hann var ekki búin að vera lengi á íslandi þegar hann komst í fréttirnar fyrir að vera að moka snjó frá húsum með félaga sínum fyrir fólk hér á Hvammstanga.

Hann er rosalega duglegur að læra íslenskuna og það er hreinlega mjög skemmtilegt að fylgjast með honum og félaga sínum honum Marcin tala saman og kenna hvor öðrum sýrlensk og pólks orð sem ég held að séu ekki alltaf þessi hefðbundnu orð eins og Halló eða eitthvað álíka. þeir kenna hvor öðrum eitthvað, segja þeim svo að segja það við einhvern og fara svo að skellihlægja. Mjög skemmtilegt.

Við vonum að Abdulwahab og fjölskylda hans verði hjá okkur sem lengst því þau eru frábær.