Taka þarf fram á fylgibréfi sláturgrips, senda netpóst eða hringja inn eigi síðar en degi fyrir slátrun ef um heimtöku er að ræða.
Ekki er hægt að breyta í heimtöku eftir slátrun.
Gærur og innmatur fylgir ekki heimtöku.
Sláturkostnaður á heimtökudilka er kr. 5.000 á stk. Veittur er 500 kr. afsláttur til þeirra sem leggja inn meira en 100 dilka, á fyrstu 15 dilkana í heimtöku og fyrstu 7 dilkana til þeirra sem leggja inn færri en 100 dilka. Afsláttur gerður upp að lokinni sláturtíð.
Fullorðið og veturgamalt 5000 kr.stk.
7 parta sögun (læri heil, hækill hafður á, hryggur heill, frampartar heilir og slög heil) er innifalin í sláturkostnaði.
Fínsögun 60 kr.kg.
Boðið verður uppá að fletta/úrbeina fullorðnu – verð 2.700 per. stk án vsk – frágangur: Hver rolla sett í plastpoka og kassa
Flutningur á heimtöku
Flutningur á heimtöku er innleggjanda að kostnaðarlausu á næsta móttökustað vöruflutninga (Vörumiðlun, Samskipa, Eimskipa).
FRAMKVÆMD OG REGLUR UM HEIMTÖKU SAUÐFJÁR
Ekki er tekið sérstakt gjald fyrir 7 parta sögun en kr. 60- á kg fyrir fínsögun. ATHUGIÐ! eftirásögun er ekki í boði í sláturtíð.
Innmatur fylgir ekki heimtöku.
Kostnaður vegna úrkasts er kr. 600. fyrir stykkið.
kostnaður vegna úrkasts fullorðið er 1.200 kr stk
Mikilvægt er að fylla út eyðublað vegna heimtöku og senda með bílstjóra eða senda í tölvupósti. Eyðublöðin má finna undir flipanum Eyðublöð á heimasíðunni
Pantanir.
Tekið er á móti pöntunum fyrir slátrun hjá Sveinbirni í síma 895-1147 sem jafnframt sér um niðurröðun og á skrifstofu í síma 455-2330. Einnig er hægt að senda óskir í netpósti á svenni@skvh.is
Afgreiðsla á heimtöku í sláturtíð frá kl. 10 – 12 og 13 – 14:30
Heimtaka skal sótt 2 – 4 dögum eftir slátrun
Fersk heimtaka skal sótt daginn eftir slátrun
Boðið er uppá að geyma heimtökukjöt í fyrsti hjá Sláturhúsi KVH
Ef óskað er eftir eftirásögun á þessu kjöti verður það afgreitt í nóvember.
Þar sem frystiplássið hjá okkur leyfir ekki mikið umframkjöt verður allt heimtökukjöt að vera farið af frysti eigi síðar en 1. júni.
Ekki verður geymt í heilum skrokkum.
Svo allt heimtökukjöt þarf að vera 7 parta sagað í það minnsta, ef óskað er svo eftir frekari sögun á því kjöti eftirá þá verður það eins og áður sagði afgreitt í nóvember eða þegar pöntun á sögun berst eftir sláturtíð.
Geymslugjald fyrir stk. er 3.650 +vsk
fínsögun 60 kr kg.