Heimtaka

Taka þarf fram á fylgibréfi sláturgrips, senda netpóst eða hringja inn eigi síðar en degi fyrir slátrun ef um heimtöku er að ræða. Ekki er hægt að breyta í heimtöku eftir slátrun.

Gærur og innmatur fylgir ekki heimtöku.

Sláturkostnaður á heimtökudilka er kr. 5500 á stk. Veittur er 2.000 kr. afsláttur til þeirra sem leggja inn meira en 100 dilka, á fyrstu 15 dilkana í heimtöku og fyrstu 7 dilkana til þeirra sem leggja inn færri en 100 dilka.  Afsláttur gerður upp að lokinni sláturtíð.

Fullorðið og veturgamalt 4000 kr.stk.

7 parta sögun (læri heil, hækill hafður á, hryggur heill, frampartar heilir og slög heil) er innifalin í sláturkostnaði.

Fínsögun 50 kr.kg.

FRAMKVÆMD OG REGLUR UM HEIMTÖKU SAUÐFJÁR
Ekki er tekið sérstakt gjald fyrir 7 parta sögun en kr. 50- á kg fyrir fí­nsögun. ATHUGIÐ! eftirásögun er ekki í­ boði.
Innmatur fylgir ekki heimtöku.
Kostnaður vegna úrkasts er kr. 550. fyrir stykkið.
Mikilvægt er að fylla út eyðublað vegna heimtöku og senda með bí­lstjóra eða senda í­ tölvupósti. Eyðublöðin má finna undir flipanum Eyðublöð á heimasíðunni
Geymsla á heimtökukjöti.
Innleggjendum stendur til boða að setja kjöt sitt í­ geymslu hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga. Geymslugjald fyrir skrokk er kr. 2.947.- , innifalið í­ því­ verði er kjötsögun. Starfsmenn Kaupfélagsins sjá um að senda kjöt til eigenda og saga það eftir óskum hvers og eins.

Pantanir.
Tekið er á móti pöntunum fyrir slátrun hjá Sveinbirni í­ sí­ma 895-1147 sem jafnframt sér um niðurröðun og á skrifstofu í­ sí­ma 455-2330. Einnig er hægt að senda óskir í­ netpósti á svenni@skvh.is

Afgreiðsla á heimtöku í sláturtíð frá kl. 10 – 12 og 13 – 14:30