Viðskiptavefur SKVH

Leiðbeiningar fyrir Viðskiptavef Sláturhúss KVH

Á heimasíðunni er að finna hnapp sem notast er við þegar maður skráir sig inn á viðskiptavef Sláturhússins

Þegar ýtt er á þennan hnapp færist þú yfir á innskráningarsvæði viðskiptavefsins

Þar færðu þetta viðmót þar sem þú getur bæði ýtt á Innskráning eða ISLAND merkið

Þar skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli

Í þessari valmyndi getur þú valið að nota Íslykil og þá slærðu inn kennitöluna þína og lykilorð sem þú notar fyrir Íslykilinn

Eða rafræn skilríki og þá slærðu inn símanúmerinu þínu og ýtir á innskrá, þá færðu kóða uppá skjáinn sem á að birtast í símanum þínum líka. Ef þeim ber saman í tölvunni og símanum ýtir þú á Í lagi og þá færðu annan glugga upp þar sem þú setur inn pin númerið þitt og ýtir á í lagi (mikilvægt að hafa símann við hendina)

Þegar þetta viðmót birtist þá ertu komin inn á viðskiptavefinn og getur skoðað öll þín viðskipti sem fara í gegnum Sláturhús KVH

Hér getur þú valið það sem þú villt skoða

Hér getur þú valið tímabil

Hvar fæ ég rafræn skilríki ?

Hægt er að nálgast rafræn skilríki í öllum útibúum bankanna. Þú einfaldlega skokkar í útibúið þitt og óskar eftir því að fá rafræn skilríki í síma

mikilvægt er að hafa símann með í för og vera með símkort sem styður rafrænskilríki

En ef ég veit ekki hvort að ég er með símkort sem styður rafræn skilríki ?

Engar áhyggjur starfsmenn bankanna geta athugað það með mjög einföldum hætti svo ef þú þarft að keyra langa leið í bankann þinn getur verið gott að hringja í bankann og biðja starfsmann um að athuga þetta fyrir þig.

Ef símkortið þitt styður ekki rafræn skilríki þá einfaldlega hringir þú í símafyrirtækið þitt og óskar eftir því að fá nýtt símkort því þitt styðji ekki rafræn skilríki, þau senda þér kortið við fyrsta tækifæri og engar áhyggjur þú þarft ekki að fá nýtt símanúmer

Þegar í bankann er komið leiðbeinir starfsmaður bankans þér í gegnum ferlið sem er ofureinfalt. Það eina sem þú þarft að gera er að velja þér 4 eða 6 stafa leyninúmer (pin) sem þú munnt svo koma til með að nota til að skrá þig inn á síðuna sem og allar aðrar síður sem styðjast við rafræn skilríki.

Hvað finn ég inni á viðskiptavefnum ?

Inni á viðskiptavefnum eru allir afreikningar og vigtarseðlar sem bókast á þig í kerfinu hjá okkur.

Þú getur opnað þá og prentað þá út hvenær sem er

Get ég ennþá fengið afreikninga heimsenda með póstinum eða í tölvupósti ?

Já að sjálfsögðu getur þú það, ef þess er óskað þá sendum við þér í samráði við þig

Við mælum með því að þú prófir að nota viðskiptavefinn bæði vegna þess að það er einstaklega þægilegt og þú hefur aðgang að þínum gögnum að öllum stundum. Einnig viljum við reyna að minnka pappírsnotkun í fyrirtækinu.

Geta fyrirtæki notað viðskiptavefin?

ef fyrirtækið er í viðskiptum við Sláturhús KVH getur sá sem hefur prófkúru fyrir fyrir fyrirtækið skráð sig inn og veitt umboð fyrir hönd fyrirtækisins

Inná viðskiptavefnum er að finna mjög nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig maður veitir umboð