Ágæti sauðfjárbóndi

Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga (KKS) og Sláturhús KVH (SKVH) birta hér með verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg á komandi hausti.

Eins og bændum er kunnugt og fram kom í fréttabréfi afurðastöðvanna fyrr í vor, https://ks.is/starfsemi/kjotafurdastod/ , þá hafa orðið gríðarlegar hækkanir á öllum aðföngum til búrekstrar sem og allrar matvælaframleiðslu hvar sem á það er litið. Þetta hefur leitt til hækkunar á öllu matvælaverði í heiminum. Framleiðsla sauðfjárafurða hefur dregist mikið saman á undanförnum árum og fyrirséð að svo verði einnig í haust. Mikilvægt er að stöðva þá þróun.

„Sprett-nefndin“ hefur skilað af sér tillögum til ráðherra og ríkisstjórn samþykkt fjárveitingu til einskiptis stuðnings til bænda sem vonandi hjálpar eitthvað. Ljóst er hins vegar að finna þarf varanlegri lausnir til að styrkja innlendan landbúnað til lengri tíma svo hann standist samkeppni við framleiðslu frá öðrum löndum.

Eins og fram kom einnig í áður nefndu fréttabréfi þá var greidd innágreiðsla í maí inn á innlegg á komandi hausti uppá 30 kr. á kg. Tekið var mið af innleggi síðasta haust. Leggi innleggjandi meira inn á komandi hausti fá þeir 30 kr. greiddar á hvert kg dilkakjöts umfram, en sé innleggið minna þá halda þeir því sem þeir hafa þegar fengið. Þessi greiðsla er hugsuð einnig sem einskiptis aðgerð til stuðnings við sauðfjárinnleggjendur hjá afurðastöðvum okkar til að mæta þeim kostnaðarhækkunum sem dunið hafa á greininni. Þeir bændur sem koma nýir inn í viðskipti við afurðastöðvarnar í haust fá einnig greiddar í lok sláturtíðar aukalega 30 kr. á kg ofan á útgefið afurðaverð.    

Afurðaverð 2022

Ef tekið er mið af slátrun og flokkun hjá KKS síðastliðið haust þá verður greitt að meðaltali 709 kr. fyrir kg á innlagt dilkakjöt á komandi hausti. Ofan á það bætast svo 30 kr. eins og fyrr greinir.

Verð á FR og VR flokka hækkar einnig talsvert eða um 15-35% mismunandi eftir flokkum.

Ef tilefni verður til endurskoðunar á afurðaverð í aðdraganda sláturtíðar þá verður það tilkynnt um leið og ákvörðun breytinga liggur fyrir.

Nýjir innleggjendur

Við viljum eindregið benda nýjum innleggjendum á að kynna sér heimasíðuna og viðskiptavef Sláturhúss KVH. En inná heimasíðunni má finna t.a.m. atriði sem að snúa að hvað bera að hafa í huga fyrir flutning, eyðublöð fyrir nýja innleggjendur svo eitthvað sé nefnt. Á viðskiptavef Sláturhúss KVH má finna alla vigtarseðla, reikninga og afreikninga.

Einnig má hafa samband beint á skriftofuna ef eitthvað er óljóst í síma 455-2330

Sláturtíð hefst

Sláturtíð hefst mánudaginn 29. ágúst hjá SKVH. Ef breyta eða panta þarf fyrir slátrun þarf að gera það tímanlega hjá Sveinbirni í síma 895 1147 eða með tölvupósti á svenni@skvh.is . Áætlað er að ljúka slátrun í viku 43.

Afurðarverð haust 2022 (uppfært 26.08.22)


vinsamlegast athugið
HR3, HR4, VHR3 0 kr frá og með 26. sept


Greiðslufrestur
Innlegg 29 ágúst.- 09. sept. er greitt 16. sept.
Innlegg 12.- 23. sept. er greitt 30. sept.
Innlegg 26. sept. – 7. okt. er greitt 14. okt.
Innlegg 10. – 21. okt. er greitt 28. okt.
Innlegg 24. – 27. okt. er greitt 11. nóv.

Sláturkostnaður
Á úrkast dilk 600 kr.stk.
Á úrkast fullorðið 1.200 kr.stk.

Verðfelling
x 6% verðfelling.
xx 12% verðfelling.
Rúið eða í tveimur reyfum kr. 850 á skrokk

Heimtaka
Taka þarf fram á fylgibréfi sláturgrips, senda netpóst eða hringja inn eigi síðar en degi fyrir slátrun ef um heimtöku er að ræða. Ekki er hægt að breyta í heimtöku eftir slátrun.
Gæra, innmatur, haus eða lappir fylgja ekki heimtöku.
Sláturkostnaður á heimtökudilka er kr. 6.000 á stk. Veittur er 1.600 kr. afsláttur til þeirra sem leggja inn meira en 100 dilka, á fyrstu 15 dilkana í heimtöku og fyrstu 7 dilkana til þeirra sem leggja inn færri en 100 dilka.  
Afsláttur gerður upp að lokinni sláturtíð. 

Fullorðið og veturgamalt 4.900 kr.stk.

7 parta sögun (læri heil, hækill hafður á, hryggur heill, frampartar heilir og slög heil) er innifalin í sláturkostnaði.

Fínsögun 60 kr.kg. 

Geitur 4.700 kr heimtaka