Haustið 2021

Viðbragðsáætlun vegna Covid-19 veirufaraldurs fyrir sláturtíð 2021 hefur verið uppfærð og samkvæmt henni verður starfstöð Sláturhús KVH ehf. lokuð öðrum en starfsfólki.

Líkt og á síðasta ári verður SKVH lokað öðrum en starfsfólki í ágúst, september og október 2021. Ástæða lokunarinnar er að vernda starfsemina og koma í veg fyrir að smit berist inn og að starfsfólk lendi síður í sóttkví.

Við minnum á viðskiptavefinn til að nálgast upplýsingar eins og afreikninga og vigtarseðla.

við viljum minna á að þeir sem óska eftir því að fá vigtarnótur eða afreikninga senda heim í bréfpósti þurfa að hafa samband við skrifstofu í síma 455-2330 eða á netfangið gerdur@skvh.is eða thorunn@skvh.is

Góðar stundir 🙂