Styrktarreikningur fyrir Geir

Þetta er hann Ársæll Geir 🙂 en flestir þekkja hann sem Geir hennar Rutar eða Geir frá Tjörn.

Því miður greindist hann Geir okkar með krabbamein í hálsi fyrir nokkrum mánuðum síðan og við tóku meðferðir við meininu í kjölfarið. Þetta hefur í för með sér mikinn kostnað eins og flestir vita og einnig hafa þau hjónin ekki getað sótt vinnu að fullu með tilheyrandi tekjutapi.

Því ákváðum við samstarfsfélagar hans í Sláturhúsi KVH að opna styrktarreikning fyrir Geir og fjölskyldu til að létta undir með þeim á þessum erfiðu tímum og vonum að sem flestir sjái sér fært að hjálpa þeim.

0123-26-019146

kt. 291288-3249 (Gerður Rósa)