Viðbragðsáætlun SKVH

Nú fer að styttast í að sláturtíð hefjist og hefur viðbragðsáætlun SKVH vegna Covid-19 verið endurunnin síðustu vikur með það að markmiði að koma í veg fyrir að smit berist inn í starfsstöðina og /eða að starfsfólk lendi í sóttkví.

Sem hluti af viðbragðsáætlun verður Sláturhús KVH ehf. lokað öðrum en starfsfólki í ágúst, september og október nema annað verði tilkynnt.

frekari upplýsingar um hvernig málum heimtöku verður háttað kemur inn seinna

Með tilkomu viðskiptavefsins auðveldar hann okkur einnig að upplýsingar um afreikninga og vigtarseðla komist sem fyrst til skila.

við viljum minna á að þeir sem óska eftir því að fá vigtarnótur eða afreikninga senda heim í bréfpósti þurfa að hafa samband við skrifstofu í síma 455-2330 eða á netfangið gerdur@skvh.is