Gleðilegt nýtt ár

Kæru viðskiptavinir

Gleðilegt Nýtt ár og takk fyrir viðskiptin á árinu.

Við förum hress og kát inn í nýja árið þó svo að veðrið sé aðeins að stríða okkur hérna, en eins og segir í góðum texta

Látt’ ei deigan síga,      

þótt þungt virðist myrkrið.

Því með opnum huga,     

þá fljótlega birtir.

Það hvessir, það rignir,

en það að styttir alltaf upp og lygnir.  

Það hvessir, það rignir,

en það að styttir alltaf upp og lygnir.  

Heimasíðan okkar hefur fengið nýtt og endurbætt útlit sem við vonum að eigi eftir að verða til þess að allir geti fundið það sem þeir leita af á einfaldan og auðveldan hátt.

Sláturhúsið mun taka upp nýung á þessu ári sem er viðskiptavefur þar sem allir viðskiptamenn Sláturhússins geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli inn á sitt svæði og geta þar fundið t.d alla afreikninga og vigtarseðla, við stefnum að því að minnka pappírsnotkun fyrirtækisins töluvert með þessu.

Að sjálfsögðu verður hægt að fá vigtarseðla senda strax í tölvupósti ef þess er óskað sem og ef einhver hefur ekki aðgang að tölvu þá er hægt að senda heim í bréfpósti.

Góðar stundir