Fréttabréf SKVH og KKS má lesa með því að smella HÉR.
Öskudagurinn 2020


Miðvikudaginn 26. febrúar verður öskudagurinn haldinn hátíðlega hérna hjá okkur í Sláturhúsinu.
Við erum búin að byrgja okkur vel upp af nammi og verður því nóg til fyrir alla sem koma og heilla okkur með einstökum sönghæfileikum sínum.
Hlökkum til að sjá ykkur
6 % uppbótargreiðsla
Ákveðið hefur verið að greitt verði 6 % uppbót á allt innlagt dilkakjöt síðastliðið haust og verður það reikningsfært 28. febrúar næstkomandi
http://www.bbl.is/frettir/frettir/greida-6-uppbot-a-dilkakjotsinnlegg/22165/

Afurðarmiði
Afurðarmiðinn fyrir árið 2019 er nú aðgengilegur inni á viðskiptavef sláturhússins, þar sem hægt er að nálgast hann hvenær sem er og prenta út
einnig hefur afurðarmiðinn verið sendur heim í bréfpósti
Tað óskast keypt
Sláturhúsið óskar eftir því að kaupa tað
upplýsingar í síma 455-2330 eða á netfangið pantanir@skvh.is
