Sláturhúsið óskar eftir því að kaupa tað
upplýsingar í síma 455-2330 eða á netfangið pantanir@skvh.is
Sláturhúsið óskar eftir því að kaupa tað
upplýsingar í síma 455-2330 eða á netfangið pantanir@skvh.is
Okkur barst ábending um að ekki væri hægt að opna alla afreikninga sem PDF skjöl á Viðskiptavefnum okkar.
Við erum búin að hafa samband við tölvuteymið okkar og munum að sjálfsögðu reyna að laga þetta sem fyrst og vonandi munu PDF skjölin byrtast á næstunni
Viðskiptavefurinn sýnir alla reikninga en hefur ekki útbúið PDF skjal fyrir þá alla.
Ef ykkur vantar einhverja reikninga þegar í stað þá getið þið haft samband við skrifstofuna í síma 455-2330 eða sent tölvupóst á gerdur@skvh.is og ég mun senda ykkur reikningana í tölvupósti
Við biðjumst velvirðingar á þessu en gleðjumst samt sem áður yfir því að viðskiptavinir séu farnir að prófa sig áfram á vefnum.
Endilega verið dugleg að prufa ykkur áfram og ekki vera feimin við að senda okkur ábendingu eða hringja í okkur. Vefurinn er nýr og í vinnslu og við viljum að sjálfsögðu að hann virki sem best
Viðskiptavefur Sláturhúss KVH er orðin virkur og geta því viðskiptavinir sláturhússins farið að kynna sér hvað vefurinn hefur uppá að bjóða.
Viðskiptavinir geta skoðað vigtarseðla, afreikninga, reikninga og prentað út. Einnig geta viðskiptavinir séð sína stöðu, leitað eftir dagsafmörkun og sent inn athugasemdir
mjög nákvæmar leiðbeiningar er að finna hér
Við erum mjög ánægð með þennan nýja þjónustuþátt og er margt jákvætt við hann. t.d geta viðskiptavinir gengið að öllum upplýsingum sínum alla daga, allan sólarhringinn. Með viðskiptavefnum erum við einnig að koma til móts við móður náttúru sem þarf alla okkar aðstoð og pappírsnotkun fyrirtækisins mun því minnka töluvert með tilkomu viðskiptavefsins.
Er þetta skerðing á þjónustu ? Alls ekki !! Við verðum að sjálfsögðu alltaf við símann og tölvuna og aðstoðum ykkur eftir bestu getu. Ef einhver hefur ekki aðgang að tölvu eða sér sér ekki fært að nota viðskiptavefinn munum við að sjálfsögðu koma til móts við þá viðskiptavini.
Hver er ávinningurinn ?
Viðskiptavefurinn hefur engan opnunartíma, þú getur alltaf skráð þig inn.
Þú getur prentað út alla reikninga sjálf/sjálfur. Hvenær sem er
Það er bein tenging við kerfið okkar svo um leið og við höfum bókað eitthvað á viðskiptamanninn, hvort sem það er vigtarseðill, afreikningur, kreditreikningur eða eitthvað annað þá birtist það allt inná viðskiptavefnum ykkar svo lengi sem það sé á ykkar kennitölu.
Athugið að þar sem kerfið er beintengt við viðskiptavefinn þarf að vera vakandi fyrir því að velja t.d réttan vigtarseðil eða afreikning ef leiðréttingar hafa verið gerðar því t.d þeir vigtarseðlar sem hafa verið bókaðir vitlausir og þarf að leiðrétta detta ekki út þó svo að þeir hafi fengið leiðréttingu heldur verður til nýr sem er þá réttur
Kæru viðskiptavinir
Gleðilegt Nýtt ár og takk fyrir viðskiptin á árinu.
Við förum hress og kát inn í nýja árið þó svo að veðrið sé aðeins að stríða okkur hérna, en eins og segir í góðum texta
Látt’ ei deigan síga,
þótt þungt virðist myrkrið.
Því með opnum huga,
þá fljótlega birtir.
Það hvessir, það rignir,
en það að styttir alltaf upp og lygnir.
Það hvessir, það rignir,
en það að styttir alltaf upp og lygnir.
Heimasíðan okkar hefur fengið nýtt og endurbætt útlit sem við vonum að eigi eftir að verða til þess að allir geti fundið það sem þeir leita af á einfaldan og auðveldan hátt.
Sláturhúsið mun taka upp nýung á þessu ári sem er viðskiptavefur þar sem allir viðskiptamenn Sláturhússins geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli inn á sitt svæði og geta þar fundið t.d alla afreikninga og vigtarseðla, við stefnum að því að minnka pappírsnotkun fyrirtækisins töluvert með þessu.
Að sjálfsögðu verður hægt að fá vigtarseðla senda strax í tölvupósti ef þess er óskað sem og ef einhver hefur ekki aðgang að tölvu þá er hægt að senda heim í bréfpósti.
Góðar stundir
síðasti sláturdagur verður föstudaginn 25 október. Bændur eru hvattir til að panta sem fyrst hjá Svenna 895-1147 eða svenni(at)skvh.is