Covid 19 og afmælisbörn

Lítið hefur verið að frétta í samfélaginu uppá síðkastið annað en blessuð kórónaveiran en starfsemi Sláturhússins hefur sem betur fer ekki stöðvast og allir starfsmenn við hestaheilsu.

við gleðjumst þó yfir því að við erum búin að eiga tvö afmælisbörn til viðbótar síðan Hannes varð árinu eldri (og trúið mér það sést vel á honum að hann hefur elst um ár 😉 )

Afmælisdúllurnar okkar að þessu sinni eru þeir Sveinbjörn Ævar og Marcin

Sveinbjörn Ævar

eða Svenni eins og við köllum hann átti afmæli 30. mars síðastliðinn.

Og hvað skal segja um Svenna ? Svenni er maðurinn sem allir þekkja en fáir hafa séð. Hann er maðurinn sem svarar í símann með því að hreyta í eitt gott JÁ þegar hann svarar en breytist svo í mjúkan lítinn álf þegar líður á símtalið og vill allt fyrir mann gera.

Þegar þú hugsar um Svenna eftir þín fyrstu kynni af honum þá hugsaru kannski um Herra Grumpy en það sem þú þarft að vita er að Svenni tjáir ást á annan hátt en við hin. Því meira sem hann blótar þér því heitar elskar hann þig.

Við erum handviss um að fyrir luktum dyrum syngur hann hamingju sálma og prumpar glimmeri.

Glitter Troll Farting. GIF | Gfycat

Marcin

Marcin er einn af okkar fyrstu starfsmönnum sem komu frá póllandi. Algjörlega ómissani starfskraftur og hvers mans hugljúfi.

Marcin er þessi sem er komin eftir 1 mín ef maður biður hann um að hjálpa sér og gengur í hvaða störf sem er.

Marcin er húmoristi og finnst fátt skemmtilegra en að djöflast í fólki með léttu gríni, hann á það til að blóta samlöndum sínum á íslensku og fara svo að skellihlæja. Hann hefur líka pottþétt kosið pólsku ömmurnar í eurovision

En hann er ekki bara duglegur og hress, hann er líka mikill herramaður og passar að okkur (þessum fáu kvenmönnum í fyrirtækinu) líði eins og prinsessum ef við mætum honum á göngunum t.d með því að opna fyrir okkur hurð og þess háttar. (það þarf svo lítið ég veit)

Everybody Dance Eurovision GIF - Find & Share on GIPHY

Góðar stundir kæru vinir og munum að virða þær reglur sem okkur hafa verið settar í covid ástandinu