Author: Hannes Þór Pétursson
Álagsgreiðslur í komandi sláturtíð
UPPFÆRT 23.4.18
Álag fyrir forslátrun á Hvammstanga er sem hér segir og mun greiðast ofan á afurðaverð haustsins.
Álagið greiðist aðeins á lömb sem ná að lámarki 12 kg fallþunga og að hámarki 20kg.
Forsendur til ákvörðunar á haustverði liggja ekki fyrir, en það mun verða birt um leið og þær skýrast.
Áætlað er að samfeld sláturtíð hefjist á Hvammstanga 5. September og ljúki 23. Okt
Áætlað er að sláturtíð hefjist hjá KKS viku 36 og ljúki 24. Okt
Þó nokkuð hefur nú þegar verið pantað og eru bændur beðnir um að huga tímanlega að sláturpöntunum.
Greitt verður fyrir ágúst innlegg 13. September
Vetrarslátrun 2017
Vetrarslátrun 2017
Vetrarslátrun sauðfjár verður miðvikudag 29. nóvember.
Hægt er að panta hjá Sveinbirni í síma 895-1147 eða svenni@skvh.is. Einnig er hægt að hringja á skrifstofuna í síma 455-2330
Ath. að ekki verður tekið á móti rúnu fé né hrútum.
(ef fyrir mistök kemur rúið er 20 % verðfelling)
verð fyrir afurðir er grunnverð verðtöflu. Greitt verður 20.des
pantanir skulu berast í síðasta lagi föstudaginn 24. nóvember.
Hækkun á afurðaverði
Ágæti sauðfjárbóndi Sauðárkróki 29.september 2017
Ákveðið hefur verið að Sláturhús KVH greiði 13% viðbótarálag á það verð sem gefið var út í upphafi sláturtíðar nú í haust, á hvert kíló dilkakjöts, sem lagt er inn hjá SKVH.
Greitt verður fyrir innlegg í september og október samkvæmt áður útgefinni verðskrá, en 13% viðbótarverð verður greitt til sauðfjárbænda 20. nóvember n.k á slátrun frá 4. September og út sláturtíð. Þetta er meðal annars gert á grundvelli heldur betri rekstrarhorfa en lagt var upp með í sumar. Þar má nefna að gengi erlendra gjaldmiðla (evru) virðist ætla að verða heldur hagstæðara en á síðustu verðtíð. Jafnframt væntum við þess að kostnaður af útflutningi dilkakjöts jafnist betur milli sláturleyfishafa en á síðasta framleiðslutímabili. Aðstoð ríkisvaldsins við sauðfjárbændur er óljós og óvissa í stjórnmálum. Sauðfjárbændur eru því í miklum vanda.
Markaðsátakið sem skilaði 857 tonna útflutningi með ærnum kostnaði fyrir sláturleyfishafa, var að stærstum hluta borið uppi af sláturhúsunum á Sauðárkróki og Hvammstanga (2/3hlutar). Því er ljóst að KS og SKVH báru stærstan hluta kostnaðar sláturleyfishafa af þessu útflutningsátaki.
Til upplýsingar má geta þess að heildarútflutningur dilkakjöts á síðasta verðlagsári var 2.693 tonn alls. Af því flutti KS út 1.018 tonn og Hvammstangi 620 tonn. Þessi tvö sláturhús voru því með yfir 60% heildarútflutnings dilkakjöts.
Því miður eru ýmsir þættir enn neikvæðir og má þar nefna lágt verð á gærum, útflutningi á hliðarafurðum til Asíu og gengisskráning krónunnar er mjög óhagstæð í sögulegu samhengi.
Við höfum lýst okkur reiðubúið til áframhaldandi góðs samstarfs við aðra sláturleyfishafa, Landssamtök sauðfjárbænda og stjórnvöld um lausn þess mikla vanda er við er að fást. Öll vonum við að fyrr en síðar rætist úr og þetta séu tímabundnir erfiðleikar.
En meðan þetta ástand varir er óhjákvæmilegt að draga úr framleiðslu og koma upp betra kerfi til að geta stjórnað framleiðslumagni í takt við horfur á mörkuðum hverju sinni. Mikilvægt er að hið opinbera styðji áframhaldandi átaksverkefni í útflutningi dilkakjöts. Það skilar mestum árangri við þessar aðstæður.
Eigi síðar en í mars n.k. munum við endurmeta stöðuna varðandi lokaverð til bænda í ljósi þess sem þá hefur gerst varðandi þessi mál.
Með góðum kveðjum,
f.h Sláturhús KVH
Ágúst Andrésson
Sumarslátrun 2017
Sumarslátrun 2017 verður eftirfarandi daga.
10. ágúst
14. ágúst
16. ágúst
18. ágúst
21. ágúst
23. ágúst
25. ágúst
28. ágúst
30. ágúst
1. sept
Pantanir berist til Svenna í síma 895-1147 eða á vefpóst svenni@skvh.is