Gleðilegt sumar og gleðilegar afmæliskveðjur

Gleðilegt sumar kæru vinir og viðskiptamenn

já kæru vinir við erum hvergi nærri hætt með afmæliskveðjurnar og það eru hvorki meira né minna en 3 afmælisbörn til viðbótar í apríl. Við vitum hvað þið eruð að hugsa ! “eru þá einhverjir eftir ?” “er júlí mánuður vinsælasti mánuðurinn til getnaðar?”

svarið er já og það lítur út fyrir það 🙂 það er sko heldur betur hellingur eftir af starfsmönnum, eflaust hafa menn verið að fagna því að fyrri sláttur væri búin eða að þeir væru búnir að borga áburðinn og ákveðið að gera sér glaðan dag 😉 við mælum með að allir að minnsta kosti prufi einhvern tímann í júlí 😉 munið bara að fara úr sokkunum ! það er aldrei aðlaðandi að vera í þeim á meðan athöfn stendur 😉

Jóhanna Helga 16. apríl

Einkabarnið frá litlu-ásgeirsá hún Jóhanna okkar varð árinu eldri 16 apríl síðastliðin.

Jóhanna stjórnar þvottahúsinu með harðri hendi eftir að Dísa lét af störfum og er búin að vera á fullu í vetur að youtuba sig í gegnum það hvernig maður gerir við göt og setur í rennilás, þó það síðarnefnda sé ekki efst á óskalistanum. En ef þú laumar jafnvel eins og einu súkkulaðistykki með flíkinni gæti þér orðin að ósk þinni.

Jóhanna er litla manneskjan sem skvettist á milli hæða með tuskuna á lofti, og með dass af Hrappstaðatryllingnum sér hún til þess að allt sé skínandi hreint og fínt og vel sótthreinsað.

Eins og áður sagði er Jóhanna einkabarn Villu og Sigtryggs á litlu-ásgeirsá í Víðidal, Jóhanna hefur lengi kvartað yfir því að hún skuli ekki vera meira dekruð verandi einkabarn en allir vita að það hefur nú aldrei haft neinn ávinning með sér að dekra börn of mikið svo þau hafa alveg vitað hvað þau voru að gera í uppeldinu því Jóhanna er einstaklega vel heppnað eintak af manneskju.

Sverrir 23. apríl

Sverri Sig. eða herra sumardagurinn fyrsti. það eru ekki allir jafn heppnir að geta státað sig að því að eiga afmæli á sumardaginn fyrsta.

afmælið í ár var líka ekki af minni gerðinni, heldur varð kappinn hvorki meira né minna en 60 ára.

Sverri þekkja nú allir, hann er andlit sláturhússins og fjölmiðlafulltrúi okkar. Á milli þess sem hann skreppur suður og til að vinna áhugamannadeildina tekur hann það að sér að mæta í viðtöl hjá hinum ýmsu fréttamiðlum og við erum alveg gapandi yfir því að Gísli Einars sé ekki búin að gera Landaþátt um hann í fullri lengd.

Sverrir er búin að vinna svo lengi hérna að klósettið á efri hæðinni er nýrra en hann.

Sverrir getur líka státað sig af því að vera af Hólaættinni (sem og undirrituð), sem er ætt hinna fögru, vitru og þeirra sem blessaðir eru af mikilli kímnigáfu. þetta er fólkið sem allir ættu að sækja í að umgangast 😉 drottinn hefur svo sannarlega blessað þig ef þú ert svo lánsamur að eiga samneyti við einhvern úr þessari ætt.

Reynir Ingi 25.apríl

Reynir er stóri maðurinn okkar, það getur alltaf komið sér vel að vera með einn stórann til að vega upp á móti þessari litlu (Jóhannu Helgu). Maður veit aldrei hvenær maður þarf einhvern sem getur kastað þér 5 metra (því ég efast ekki um að hann sé sterkari en Hulk) eða borið þig út af balli þegar þú ert búin að fá þér aðeins og mikið.

Reynir hefur þann einstaka hæfileika að þegar hann hlær og brosir þá gerir maður það ósjálfrátt líka. Frábær eiginleiki 🙂

Reynir er maðurinn sem brunar um á lyftaranum hérna á haustinn eins og enginn sé morgundagurinn. Færni hans á lyftaranum er svo mikil að það er engu líkara en að þeir séu ornir sem eitt. Þeir keyra saman, þeir lyfta saman, þeir bakka saman og þeir fá sér stundum kríu saman á milli ferða 😉

Þangað til næst

Covid 19 og afmælisbörn

Lítið hefur verið að frétta í samfélaginu uppá síðkastið annað en blessuð kórónaveiran en starfsemi Sláturhússins hefur sem betur fer ekki stöðvast og allir starfsmenn við hestaheilsu.

við gleðjumst þó yfir því að við erum búin að eiga tvö afmælisbörn til viðbótar síðan Hannes varð árinu eldri (og trúið mér það sést vel á honum að hann hefur elst um ár 😉 )

Afmælisdúllurnar okkar að þessu sinni eru þeir Sveinbjörn Ævar og Marcin

Sveinbjörn Ævar

eða Svenni eins og við köllum hann átti afmæli 30. mars síðastliðinn.

Og hvað skal segja um Svenna ? Svenni er maðurinn sem allir þekkja en fáir hafa séð. Hann er maðurinn sem svarar í símann með því að hreyta í eitt gott JÁ þegar hann svarar en breytist svo í mjúkan lítinn álf þegar líður á símtalið og vill allt fyrir mann gera.

Þegar þú hugsar um Svenna eftir þín fyrstu kynni af honum þá hugsaru kannski um Herra Grumpy en það sem þú þarft að vita er að Svenni tjáir ást á annan hátt en við hin. Því meira sem hann blótar þér því heitar elskar hann þig.

Við erum handviss um að fyrir luktum dyrum syngur hann hamingju sálma og prumpar glimmeri.

Glitter Troll Farting. GIF | Gfycat

Marcin

Marcin er einn af okkar fyrstu starfsmönnum sem komu frá póllandi. Algjörlega ómissani starfskraftur og hvers mans hugljúfi.

Marcin er þessi sem er komin eftir 1 mín ef maður biður hann um að hjálpa sér og gengur í hvaða störf sem er.

Marcin er húmoristi og finnst fátt skemmtilegra en að djöflast í fólki með léttu gríni, hann á það til að blóta samlöndum sínum á íslensku og fara svo að skellihlæja. Hann hefur líka pottþétt kosið pólsku ömmurnar í eurovision

En hann er ekki bara duglegur og hress, hann er líka mikill herramaður og passar að okkur (þessum fáu kvenmönnum í fyrirtækinu) líði eins og prinsessum ef við mætum honum á göngunum t.d með því að opna fyrir okkur hurð og þess háttar. (það þarf svo lítið ég veit)

Everybody Dance Eurovision GIF - Find & Share on GIPHY

Góðar stundir kæru vinir og munum að virða þær reglur sem okkur hafa verið settar í covid ástandinu