sláturtíð

Það er farið að líða að lokum sláturtíðar þetta haustið, aðeins vika eftir.

Slátrun hefur gengið vel í haust og þann 18. Október var búið að slátra tæplega 73 þúsund fjár. Það er aukning um fjögur þúsund miðað við sömu dagsetningu og jafn marga sláturdaga árið 2015.

Haustið og sumarið hefur greinilega farið vel með fé eins og fólk og var meðalþungi í húsinu þann 18. Október 17 kg sem er 300 grömmum meira en á sama tíma í fyrra

Sumarslátrun

Fyrsta sauðfjárslátrun þetta tímabil verður mánudaginn 22. ágúst, ca 1500 stk.
Önnur slátrun 29. ágúst, ca 1800 stk.
þriðja slátrun 31. ágúst ca 1800 stk.
fjórða slátrun 5. sept ca 1000 stk.
fimmta slátrun 7. sept ca 1000 stk.

Pantanir berist til Svenna í síma 895-1147 eða á vefpóst svenni@skvh.is