Viðbótargreiðsla á lambakjötsinnlegg

Ágæti sauðfjárbóndi!

 

Nú er birgðatalningum lokið og verið að vinna að ársuppgjöri afurðastöðvanna. Eins og áður hafði verið sagt, þá yrði það skoðað hvort hægt væri að greiða viðbótargreiðslu á innlegg síðasta hausts að ári loknu.

Sláturtíðin gekk í raun ágætlega og sala á afurðum hefur gengið nokkuð vel. Það liggur nú fyrir, að veiking íslensku krónunnar reyndist meiri heldur en við þorðum að byggja áætlun okkar á í haust og hefur það komið okkur til tekna. Því hefur verið tekin ákvörðun hjá Sláturhúsi KVH og Kjötafurðarstöð KS um að greiða viðbótargreiðslu á lambakjötsinnlegg s.l. hausts.

6,04% verður greitt á innlegg í september og október og 10% á innlegg ágústmánaðar sem verður reikningsfært 20 janúar.

Heimtaka – afhending

Birt til upprifjunar

• Afhending – Taka þarf fram ef innleggjandi vill láta senda sér kjötið og hvert. Innleggjandi greiðir kostnað við sendingu. Ef senda á til þriðja aðila bætast 1000 kr án/vsk við hverja sendingu(þennan kostnað greiðir innleggjandi ekki viðtakandi). Afhending á heimtöku verður á 3 til 4 virkum degi frá slátrun milli kl. 10:00 – 12:00 og 13:00 – 14:30 norðast í sláturhúsinu.

Geymslugjald verður sett á þá heimtöku sem ekki er sótt á tilsettum tíma. Geymslugjald fyrir skrokk er kr. 2.947.- pr mánuð í geymslu.

lesa má meira um heimtökureglur/framkvæmd hér

Álagsgreiðslur í komandi sláturtíð

UPPFÆRT 23.4.18
Álag fyrir forslátrun á Hvammstanga er sem hér segir og mun greiðast ofan á afurðaverð haustsins.
Álagið greiðist aðeins á lömb sem ná að lámarki 12 kg fallþunga og að hámarki 20kg.
álagsgreiðslur-fyrir-haust-2018

Forsendur til ákvörðunar á haustverði liggja ekki fyrir, en það mun verða birt um leið og þær skýrast.
Áætlað er að samfeld sláturtíð hefjist á Hvammstanga 5. September og ljúki 23. Okt
Áætlað er að sláturtíð hefjist hjá KKS viku 36 og ljúki 24. Okt

Þó nokkuð hefur nú þegar verið pantað og eru bændur beðnir um að huga tímanlega að sláturpöntunum.

Greitt verður fyrir ágúst innlegg 13. September