Styrktarreikningur fyrir Geir

Þetta er hann Ársæll Geir 🙂 en flestir þekkja hann sem Geir hennar Rutar eða Geir frá Tjörn.

Því miður greindist hann Geir okkar með krabbamein í hálsi fyrir nokkrum mánuðum síðan og við tóku meðferðir við meininu í kjölfarið. Þetta hefur í för með sér mikinn kostnað eins og flestir vita og einnig hafa þau hjónin ekki getað sótt vinnu að fullu með tilheyrandi tekjutapi.

Því ákváðum við samstarfsfélagar hans í Sláturhúsi KVH að opna styrktarreikning fyrir Geir og fjölskyldu til að létta undir með þeim á þessum erfiðu tímum og vonum að sem flestir sjái sér fært að hjálpa þeim.

0123-26-019146

kt. 291288-3249 (Gerður Rósa)

Afurðamiðar

Nú eru afurðarmiðar fyrir árið 2020 aðgengilegir á viðskiptavefnum okkar. Einnig er hægt að sækja vigtarseðlja, afreikninga og reikninga aftur í tímann, bara passa að velja dagsetningu sem við áEf svo vill til að ekki er til viðhengi fyrir það sem leitað er að er best að hafa samband við skrifstofuna í síma 455-2330 og Read More

Nú eru afurðarmiðar fyrir árið 2020 aðgengilegir á viðskiptavefnum okkar.


Einnig er hægt að sækja vigtarseðlja, afreikninga og reikninga aftur í tímann, bara passa að velja dagsetningu sem við á
Ef svo vill til að ekki er til viðhengi fyrir það sem leitað er að er best að hafa samband við skrifstofuna í síma 455-2330 og við græjum það í hvelli

 

Haustið 2020

Er nú ekki komin tími á fréttir !

sauðfjárslátrun í haust gekk vel og vorum við blessunarlega laus við covid-19, mikill viðbúnaður var hjá okkur og var allur utanaðkomandi aðgangur bannaður og viljum við þakka öllum fyrir að sýna því skilning 🙂

Meðalvigt dilka í haust var 17,4 kg og var alls slátrað 88.532 dilkum og 8.849 fullornu.

Lífið eftir sláturtíð gengur nú sinn vanagang og síðustu starfsmenn okkar frá póllandi flugu heim þann 11 des. síðastliðinn.

því miður hafa afmæliskveðjurnar ekki skilað sér inn að undanförnu og er því mikið verk fyrir höndum að standa skil á þeim 😉

Hallfríður Ólafsdóttir 12.08.

Stórbóndinn í Víðidalstungu og gæðastjóri sláturhússins (er reyndar í fæðingarorlofi) átti afmæli í Ágúst. Hallfríður er fædd og uppalinn í Víðidalstungu í Víðidal (sólardalnum) og er dóttir þeirra gæðahjóna Brynhildar Gísladóttur og Ólafs Óskarssonar. Hún fær hvorki titilinn frumburður né örverpi svo orðið "miðjumoð" hefur orðið fyrir valinu, þá helst fyrir sérstakan áhuga pistlahöfunds á þættinum Kappsmál sem sýnt er á Rúv á föstudögum þar sem þetta orð kemur reglulega fyrir. En Hallfríður er kvenskörungur og mikið eiginkonuefni og rekur myndarlegt sauðfjárbú ásamt systir og dóttur sinni.

Mynd gæti innihaldið: 2 manns, þ.á.m. Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, hattur

 

Jónína Sigurðardóttir 20.08

Hún Nína sig eða "móðir" eins og hún er gjarnan kölluð er kannski ekki fastráðinn starfsmaður en hún á vissulega þetta sláturhús að eigin sögn. Nína er fyrrverandi bóndi á Kolugili í sólardalnum en fædd og uppalinn á Efri-Þverá sem gerir hana að systur hans Sverris (andliti sláturhússins).

móðir kemur til okkar á haustin og stjórnar eldhúsinu með harðri hendi enda ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum eða eiga auðvelt með að stjórna ekki. Henni er margt til lysta lagt henni Nínu Sig , því ekki nóg með að elda ofan í yfir 100 manns þá virtist hún líka bara tala tungumál allra sem unnu í þessu sláturhúsi, sem var bara oft á tíðum mjög skemmtilegt og fróðlegt að fylgjast með, oftar en ekki var hent fram einhversskonar ensku með miklum sænskum hreim og svo sletti hún bara einhverju á diskana hjá þeim þó svo þeir hafi ekki skilið hana né hún þá. Hún vissi samt nákvæmlega hvað þeir vildu.

Mynd gæti innihaldið: 1 einstaklingur

 

Valur Karlsson 21.09

Valur er maðurinn á bak við öll flóknu kerfin í húsinu, ef eitthvað bilar í frystikerfi eða einhverju þess háttar þá er hann maðurinn sem þú hringir í, því það er kannski verra að láta Sverri og Skúla fikta of mikið í því 😉 Valur er stórbóndi á Bjargi í Miðfirði og rekur þar sauðfjárbú ásamt eiginkonu sinni ásamt því að halda frystinum gangandi í þessu fyrirtæki. Hann er nú frekar hógvær og fer lítið fyrir honum, kemur bara vinnur sína vinnu þegandi og hljóðalaust, segir okkur nú samt sem áður eitthvað merkilegt í matartímum og fer svo bara aftur heim til sín. Góður gæji hann Valur

Mynd gæti innihaldið: 1 einstaklingur, brosandi

 

Anna Oszwa 03.11

Anna kemur frá póllandi og hefur unnið hjá okkur síðan að land byggðist, já eða allavegana mjög lengi. Anna er frábær starfsmaður og hefur í gegnum tíðina verðir ein af aðal í kjötvinnslunni hjá okkur. Ef þið hafið einhverntímann velt því fyrir ykkur hver það mögulega er sem nennir að taka saman pöntun fyrir kaupfélagið þá er það hún Anna. Hún er reyndar hætt að nenna því núna þannig að við létum bara Þórunni gera það 😉 . Anna er fín blanda af móðir og Val, frekar hógvær og fyriferðalítil líkt og valur en samt sem áður kona með bein í nefinu eins og Nína Sig.

Mynd gæti innihaldið: 1 einstaklingur

 

Verðskrá haustins 2020

V R3 199 V R4 146 V P1 111 VH R3 64 VH P1 0 F R3 144 F R4 98 F P1 64 H R3 60 H R4 40 H P1 0 HR3, HR4 og HP1, 0 kr. frá og með 21. sept 2020 Innlegg 31 ágúst.- 11. sept. er greitt 18. sept. Innlegg Read More

V R3 199
V R4 146
V P1 111
VH R3 64
VH P1 0
F R3 144
F R4 98
F P1 64
H R3 60
H R4 40
H P1 0

HR3, HR4 og HP1, 0 kr. frá og með 21. sept 2020

Innlegg 31 ágúst.- 11. sept. er greitt 18. sept.

Innlegg 14.-25. sept. er greitt 2. okt.

Innlegg 28. sept – 9. okt. er greitt 16. okt.

Innlegg 12.-23. okt. er greitt  30. okt.

Innlegg 26. – 30. okt. er greitt  13. nóv.

Sláturkostnaður

Á úrkastgrip 550 kr.stk.

Verðfelling

x 6% verðfelling.

xx 12% verðfelling.

Rúið eða í tveimur reyfum kr. 850 á skrokk

Heimtaka

Taka þarf fram á fylgibréfi sláturgrips, senda netpóst eða hringja inn eigi síðar en degi fyrir slátrun ef um heimtöku er að ræða. Ekki er hægt að breyta í heimtöku eftir slátrun.

Gærur og innmatur fylgir ekki heimtöku.

Sláturkostnaður á heimtökudilka er kr. 5500 á stk. Veittur er 2.000 kr. afsláttur til þeirra sem leggja inn meira en 100 dilka, á fyrstu 15 dilkana í heimtöku og fyrstu 7 dilkana til þeirra sem leggja inn færri en 100 dilka.  Afsláttur gerður upp að lokinni sláturtíð.

Fullorðið og veturgamalt 4000 kr.stk.

7 parta sögun (læri heil, hækill hafður á, hryggur heill, frampartar heilir og slög heil) er innifalin í sláturkostnaði.

Fínsögun 50 kr.kg.