Takk fyrir haustið Posted on November 20, 2025 by Gerdur Rosa Sigurdardottir Við hjá Sláturhúsi KVH viljum þakka öllum innleggjendum og starfsfólki fyrir sláturtíðina sem var að ljúka. Haustið gekk vel og var slátrað í heildina 104.113 gripum. Þar af 97.824 lömbum , 5.977 rollum og 312 geitum. Meðal þurrvigt dilka var 17.53 kg Öll örmerki eru tilbúin til afhendingar og gott væri að vita hvort fólk vill sækja þau sjálf eða fá þau send heim. Sent verður á kostnað móttakanda. Einnig óskum við eftir því að ef einhverjir sjá að það þurfi að leiðrétta eitthvað í sambandi við vigtarseðla eða afreikninga að þeim upplýsingum verði komið til okkar sem allra fyrst, EKKI verður hægt að leiðrétta það sem viðkemur haustinu efir áramót.