Innleggjendur ATH

Okkur langar að vekja athygli á því aftur að geymsla á heimtökukjöti verður EKKI í boði líkt og síðustu tvö ár.
Þar sem sláturtíðin hjá okkur verður stærri en síðustu ár er því líka enn mikilvægara að allir sem taka heim kjöt fari eftir heimtökureglum
Ef þið finnið ekki reglurnar eða eruð búin að gleyma þeim þá eru þær þannig hljóðandi…

ALLA ferska heimtöku skal sækja daginn eftir slátrun og ekki degi síðar !  

Frosna og sagaða heimtöku skal sækja 2-4 dögum eftir slátrun !

Ef innleggjendur sækja ekki heimtökukjöt á tilsettum tíma neyðumst við til að senda það frá okkur.

Gleðilega sláturtíð