Álag verður greitt eftir sláturtíð fyrir allt sauðfjárinnlegg haustsins ofan á verðskrá sem nemur að lágmarki 5%. Verðskráin getur breyst til hækkunar þegar nær dregur sláturtíð eða eftir því sem línur skýrast miðað við markaðsaðstæður.
Álag verður greitt ofan á grunnverð,
15% í viku 36
13% í viku 37
10% í viku 38
5% í viku 39
2% í viku 40.
Ekki verður greitt fyrir hrúta eða veturgamla hrúta en hægt er að láta slátra þeim án gjalds. Ef þeir eru teknir heim þá gildir hefðbundið heimtökugjald fyrir fullorðið.
Öll gjaldaskrá er óbreytt frá fyrra ári og fyrirkomulag um heimtöku.
Allar nánari upplýsingar um verð og greiðslufyrirkomulag má finna undir Afurðaverð Sauðfé
Jafnframt minnum við bændur á að kynna sér upplýsingar um heimtökureglur, nýja innleggjendur o.fl. hér inná heimasíðunni.
Hvetjum við alla að panta sem fyrst fyrir slátrun hjá Sveinbirni (Svenna) í síma 895-1147 eða á netfangið svenni@skhv.is