Nú er slátutíð lokið og hafa öll innlegg verið greidd út til bænda.
Í síðustu greiðslu haustsins sem var gerð 11.11.2022 voru hins vegar sameinaðar 3 greiðslur og gætu því nokkrir furðað sig á þessum aukakrónum sem komu inn á bankareikninginn 😉
Síðasta greiðslan gæti innhaldið bæði innlegg 24.-27. okt, sem og heimtökuafslátt og uppbótargreiðslu, eða eitt eða blöndu af fyrrnefndum greiðslum.
Hægt er að nálgast upplýsingar vegna greiðslanna inn á viðskiptavef Skvh.
Heimtökuafslátturinn er undir kreditreikningar og var bókaður 03.11.22 og 07.11.22
Uppbótargreiðlan kemur í afreikningaflipann og var bókuð 11.11.22
Passa þarf að velja réttar dagsetnignar í dagatalinu fyrir ofan til að fá þessa reikninga upp
Yfir og út 🙂