Kæru innleggjendur
Nú er haustslátrunin byrjuð og allt að komast á fullt hjá okkur
Í haust erum við að vinna í nýju kerfi sem verið er að fínpússa og gera þannig að allt verði sem best bæði fyrir innleggjendur og okkur.
Þetta hefur vissulega í för með sér smá tafir og viljum við því biðjast velvirðingar á því ef gögn berast seinna en venjulega en einnig viljum við þakka ykkur kærlega fyrir skilninginn á þessu 🙂
Við biðjum ykkur líka að vera óhrædd við að hringja í okkur til að fá uppslýsingar eða láta okkur vita ef þið sjáið eitthvað í framsetningu gagna sem mætti bæta.
Skrifstofustjórinn tekur símtölunum fagnandi 😉
455-2330- Rósa
Verðskrá haustsins 2024
Nú liggur fyrir verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg haustsins. Verðskránna má finna hér, eða undir flipanum „afurðaverð Sauðfé“. Undir þessum lið má sjá hvernig mismunandi sláturálag hefur áhrif á verð í hverri viku. Verðskráin hækkar að jafnaði um 8% en einnig hækka álagsgreiðslur í byrjun sláturtíðar á milli ára.
Grunnverðskránna má sjá hér að neðan:
Greitt verður álag ofaná verðskránna sem nemur 8%, álagið verður laust til greiðslu samhliða innleggi.
Til glöggvunar lítur grunnverðskrá með álagi svona út:
Áætlað er að fyrsti sláturdagur verði 2.sept. Hafi bændur áhuga á því að panta slátrun þá tekur Sveinbjörn (Svenni) við sláturpöntunum í
síma 895-1147
Starfsmenn óskast
Sláturhús kvh ehf óskar eftir að ráða í eftirfarandi störf:
Aðstoðarframleiðslustjóra .
Starfið felur í sér framleiðslustýringu og verkstjórn.
Um heilsárs starf er að ræða.
Fjárrétt sláturtíð Sep/okt 2024
Tilvalið fyrir bændur að skipta með sér dögum/vikum
Upplýsingar gefur Svenni í síma 895-1147
Kjötmat sláturtíð, sep/okt 2024.
Starfið er opið öllum sem hafa lokið kjötmatsnámskeiði
En einnig verður haldið námskeið fyrir sláturtíð og geta því nýjir og áhugasamir sótt um.
Mötuneyti sláturtíð sept/okt 2024
Um er að ræða aðstoðarfólk sem vinnur með matráði.
Allar helstu upplýsingar í síma 455-2330/455-2331
og á netfangið david@skvh.is
Starfsmaður óskast
Sláturhús KVH óskar eftir starfsmanni í kjötvinnslu fyrtækisins.
Helstu verkefni eru sögun, pökkun á framleiðsluvörum SKVH og önnur tilfallandi störf.
Vinnutími er frá kl.07.00-15.10
Upplýsingar eru í síma 455-2330